Mamma Anníe Mistar: Þú sefur bara í bílnum á milli greina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir í hlaðvarpsþættinum sínum. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að tala saman um CrossFt ferla sína og nú var komið að fyrsta íslenska heimsmeistaranum. Katrín Tanja Davíðsdóttir vildi nefnilega fá að vita hvernig Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði á sínum tíma í CrossFit í nýjasta Dóttir-spjallinu en þriðji hlaðvarpsþáttur íslensku heimsmeistaranna er kominn út. Anníe Mist Þórisdóttir er fyrsta íslenska CrossFit-stjarnan og velgengni hennar á heimsleikunum á án efa mikinn þátt í vinsældum CrossFit á Íslandi. „Það var frekar fyndið hvernig þetta byrjaði hjá mér því í þá daga var CrossFit alveg nýtt af nálinni því þetta var árið 2009,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „CrossFit var bara að byrja á Íslandi og ég held að við höfum bara verið með tvær stöðvar á landinu. Ég var þarna að leita að hvaða íþrótt hentaði mér en ég hafði verið í fimleikum þegar ég var ung og stundaði svo stangarstökkið. Ég var einbeitt á stangarstökkið og ætlaði mér að komast á Ólympíuleikanna 2012,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram How Annie got introduced to Crossfit and her first experience at the CrossFit Games @katrintanja @anniethorisdottir A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 5, 2020 at 5:21am PDT „Ég var svo sem á góðri leið með því ég var bæði innanhúss og utanhúss meistarinn á Íslandi og var með frábæran þjálfara. Mér fannst stangarstökkið samt ekki nógu skemmtilegt. Mér fannst gaman að stökkva en ég þurfti að fá að svitna meira,“ sagði Anníe Mist sem hélt áfram að prófa sig áfram. „Ég var í Boot camp á sama tíma og var alltaf að prófa allskonar keppnir á Íslandi. Ein af þessum keppnum var CrossFit keppni. Evert Víglundsson, sem er einn af mínum bestu vinum, píndi mig í það að skrá mig í keppnina,“ sagði Anníe Mist sem sagði að móðir hennar hafi síðan séð til þess að hún mætti á keppnisdag því það var sama dag og hún bar að klára menntaskólann. Ætlaði bara að fara að sofa „Þetta var mjög snemma um morguninn og ég hafði ekkert sofið því ég var lesa undir munnlegt stærðfræðipróf. Ég fór í prófið um morguninn og þegar ég kom heim þá ætlaði ég bara að fara að sofa. Mamma sagði við mig: Þú ferð því annars munt þú sjá eftir því. Þú getur bara sofið í bílnum á milli greina,“ sagði Anníe Mist sem keppti ekki bara á mótinu heldur vann hún það og fékk um leið þátttökurétt á CrossFit leikunum. „Ég ákvað bara að láta vaða og fara út. Ég leit líka á þetta sem skemmtilega upplifun fyrir mig, foreldrar mínir komu með og þetta var í það minnsta bara skemmtileg ferð til Bandaríkjanna. Ég hafði farið áður til Bandaríkjanna og elskað það og þetta var því góð afsökun til að fara þangað aftur,“ sagði Anníe Mist. Bjó til ótrúlega minningu Anníe Mist rifjaði upp fyrstu heimsleikana og upplifun sína. Hún varð í öðru sæti fyrir lokagreina en fékk þá grein sem hún hafði aldrei prófað og náði ekki að klára hana. Fyrir vikið datt hún niður í ellefta sæti. Reynslan af CrossFit leikunum var samt góð fyrir Anníe Mist þrátt fyrir klúðrið í lokin. „Ég bjó til ótrúlega minningu þarna og þetta var svo gaman. Ég hætti um leið að dreyma um það að komast á Ólympíuleikanna. Mér var orðið sama um stangarstökkið því þetta var það sem ég vil gera,“ sagði Anníe Mist. „Það kveikti svo í mér að geta ekki komist í gegnum síðustu greinina. Ég var vön því að komast í gegnum allt á kraftinum en tókst það ekki þarna. Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt og ég þyrfti að verða góð í öllu. Það var því engin spurning lengur að þetta var það sem ég vildi gera,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að tala saman um CrossFt ferla sína og nú var komið að fyrsta íslenska heimsmeistaranum. Katrín Tanja Davíðsdóttir vildi nefnilega fá að vita hvernig Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði á sínum tíma í CrossFit í nýjasta Dóttir-spjallinu en þriðji hlaðvarpsþáttur íslensku heimsmeistaranna er kominn út. Anníe Mist Þórisdóttir er fyrsta íslenska CrossFit-stjarnan og velgengni hennar á heimsleikunum á án efa mikinn þátt í vinsældum CrossFit á Íslandi. „Það var frekar fyndið hvernig þetta byrjaði hjá mér því í þá daga var CrossFit alveg nýtt af nálinni því þetta var árið 2009,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „CrossFit var bara að byrja á Íslandi og ég held að við höfum bara verið með tvær stöðvar á landinu. Ég var þarna að leita að hvaða íþrótt hentaði mér en ég hafði verið í fimleikum þegar ég var ung og stundaði svo stangarstökkið. Ég var einbeitt á stangarstökkið og ætlaði mér að komast á Ólympíuleikanna 2012,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram How Annie got introduced to Crossfit and her first experience at the CrossFit Games @katrintanja @anniethorisdottir A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 5, 2020 at 5:21am PDT „Ég var svo sem á góðri leið með því ég var bæði innanhúss og utanhúss meistarinn á Íslandi og var með frábæran þjálfara. Mér fannst stangarstökkið samt ekki nógu skemmtilegt. Mér fannst gaman að stökkva en ég þurfti að fá að svitna meira,“ sagði Anníe Mist sem hélt áfram að prófa sig áfram. „Ég var í Boot camp á sama tíma og var alltaf að prófa allskonar keppnir á Íslandi. Ein af þessum keppnum var CrossFit keppni. Evert Víglundsson, sem er einn af mínum bestu vinum, píndi mig í það að skrá mig í keppnina,“ sagði Anníe Mist sem sagði að móðir hennar hafi síðan séð til þess að hún mætti á keppnisdag því það var sama dag og hún bar að klára menntaskólann. Ætlaði bara að fara að sofa „Þetta var mjög snemma um morguninn og ég hafði ekkert sofið því ég var lesa undir munnlegt stærðfræðipróf. Ég fór í prófið um morguninn og þegar ég kom heim þá ætlaði ég bara að fara að sofa. Mamma sagði við mig: Þú ferð því annars munt þú sjá eftir því. Þú getur bara sofið í bílnum á milli greina,“ sagði Anníe Mist sem keppti ekki bara á mótinu heldur vann hún það og fékk um leið þátttökurétt á CrossFit leikunum. „Ég ákvað bara að láta vaða og fara út. Ég leit líka á þetta sem skemmtilega upplifun fyrir mig, foreldrar mínir komu með og þetta var í það minnsta bara skemmtileg ferð til Bandaríkjanna. Ég hafði farið áður til Bandaríkjanna og elskað það og þetta var því góð afsökun til að fara þangað aftur,“ sagði Anníe Mist. Bjó til ótrúlega minningu Anníe Mist rifjaði upp fyrstu heimsleikana og upplifun sína. Hún varð í öðru sæti fyrir lokagreina en fékk þá grein sem hún hafði aldrei prófað og náði ekki að klára hana. Fyrir vikið datt hún niður í ellefta sæti. Reynslan af CrossFit leikunum var samt góð fyrir Anníe Mist þrátt fyrir klúðrið í lokin. „Ég bjó til ótrúlega minningu þarna og þetta var svo gaman. Ég hætti um leið að dreyma um það að komast á Ólympíuleikanna. Mér var orðið sama um stangarstökkið því þetta var það sem ég vil gera,“ sagði Anníe Mist. „Það kveikti svo í mér að geta ekki komist í gegnum síðustu greinina. Ég var vön því að komast í gegnum allt á kraftinum en tókst það ekki þarna. Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt og ég þyrfti að verða góð í öllu. Það var því engin spurning lengur að þetta var það sem ég vildi gera,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira