Mamma Anníe Mistar: Þú sefur bara í bílnum á milli greina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir í hlaðvarpsþættinum sínum. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að tala saman um CrossFt ferla sína og nú var komið að fyrsta íslenska heimsmeistaranum. Katrín Tanja Davíðsdóttir vildi nefnilega fá að vita hvernig Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði á sínum tíma í CrossFit í nýjasta Dóttir-spjallinu en þriðji hlaðvarpsþáttur íslensku heimsmeistaranna er kominn út. Anníe Mist Þórisdóttir er fyrsta íslenska CrossFit-stjarnan og velgengni hennar á heimsleikunum á án efa mikinn þátt í vinsældum CrossFit á Íslandi. „Það var frekar fyndið hvernig þetta byrjaði hjá mér því í þá daga var CrossFit alveg nýtt af nálinni því þetta var árið 2009,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „CrossFit var bara að byrja á Íslandi og ég held að við höfum bara verið með tvær stöðvar á landinu. Ég var þarna að leita að hvaða íþrótt hentaði mér en ég hafði verið í fimleikum þegar ég var ung og stundaði svo stangarstökkið. Ég var einbeitt á stangarstökkið og ætlaði mér að komast á Ólympíuleikanna 2012,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram How Annie got introduced to Crossfit and her first experience at the CrossFit Games @katrintanja @anniethorisdottir A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 5, 2020 at 5:21am PDT „Ég var svo sem á góðri leið með því ég var bæði innanhúss og utanhúss meistarinn á Íslandi og var með frábæran þjálfara. Mér fannst stangarstökkið samt ekki nógu skemmtilegt. Mér fannst gaman að stökkva en ég þurfti að fá að svitna meira,“ sagði Anníe Mist sem hélt áfram að prófa sig áfram. „Ég var í Boot camp á sama tíma og var alltaf að prófa allskonar keppnir á Íslandi. Ein af þessum keppnum var CrossFit keppni. Evert Víglundsson, sem er einn af mínum bestu vinum, píndi mig í það að skrá mig í keppnina,“ sagði Anníe Mist sem sagði að móðir hennar hafi síðan séð til þess að hún mætti á keppnisdag því það var sama dag og hún bar að klára menntaskólann. Ætlaði bara að fara að sofa „Þetta var mjög snemma um morguninn og ég hafði ekkert sofið því ég var lesa undir munnlegt stærðfræðipróf. Ég fór í prófið um morguninn og þegar ég kom heim þá ætlaði ég bara að fara að sofa. Mamma sagði við mig: Þú ferð því annars munt þú sjá eftir því. Þú getur bara sofið í bílnum á milli greina,“ sagði Anníe Mist sem keppti ekki bara á mótinu heldur vann hún það og fékk um leið þátttökurétt á CrossFit leikunum. „Ég ákvað bara að láta vaða og fara út. Ég leit líka á þetta sem skemmtilega upplifun fyrir mig, foreldrar mínir komu með og þetta var í það minnsta bara skemmtileg ferð til Bandaríkjanna. Ég hafði farið áður til Bandaríkjanna og elskað það og þetta var því góð afsökun til að fara þangað aftur,“ sagði Anníe Mist. Bjó til ótrúlega minningu Anníe Mist rifjaði upp fyrstu heimsleikana og upplifun sína. Hún varð í öðru sæti fyrir lokagreina en fékk þá grein sem hún hafði aldrei prófað og náði ekki að klára hana. Fyrir vikið datt hún niður í ellefta sæti. Reynslan af CrossFit leikunum var samt góð fyrir Anníe Mist þrátt fyrir klúðrið í lokin. „Ég bjó til ótrúlega minningu þarna og þetta var svo gaman. Ég hætti um leið að dreyma um það að komast á Ólympíuleikanna. Mér var orðið sama um stangarstökkið því þetta var það sem ég vil gera,“ sagði Anníe Mist. „Það kveikti svo í mér að geta ekki komist í gegnum síðustu greinina. Ég var vön því að komast í gegnum allt á kraftinum en tókst það ekki þarna. Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt og ég þyrfti að verða góð í öllu. Það var því engin spurning lengur að þetta var það sem ég vildi gera,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir héldu áfram að tala saman um CrossFt ferla sína og nú var komið að fyrsta íslenska heimsmeistaranum. Katrín Tanja Davíðsdóttir vildi nefnilega fá að vita hvernig Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði á sínum tíma í CrossFit í nýjasta Dóttir-spjallinu en þriðji hlaðvarpsþáttur íslensku heimsmeistaranna er kominn út. Anníe Mist Þórisdóttir er fyrsta íslenska CrossFit-stjarnan og velgengni hennar á heimsleikunum á án efa mikinn þátt í vinsældum CrossFit á Íslandi. „Það var frekar fyndið hvernig þetta byrjaði hjá mér því í þá daga var CrossFit alveg nýtt af nálinni því þetta var árið 2009,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. „CrossFit var bara að byrja á Íslandi og ég held að við höfum bara verið með tvær stöðvar á landinu. Ég var þarna að leita að hvaða íþrótt hentaði mér en ég hafði verið í fimleikum þegar ég var ung og stundaði svo stangarstökkið. Ég var einbeitt á stangarstökkið og ætlaði mér að komast á Ólympíuleikanna 2012,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram How Annie got introduced to Crossfit and her first experience at the CrossFit Games @katrintanja @anniethorisdottir A post shared by D O T T I R (@dottir) on May 5, 2020 at 5:21am PDT „Ég var svo sem á góðri leið með því ég var bæði innanhúss og utanhúss meistarinn á Íslandi og var með frábæran þjálfara. Mér fannst stangarstökkið samt ekki nógu skemmtilegt. Mér fannst gaman að stökkva en ég þurfti að fá að svitna meira,“ sagði Anníe Mist sem hélt áfram að prófa sig áfram. „Ég var í Boot camp á sama tíma og var alltaf að prófa allskonar keppnir á Íslandi. Ein af þessum keppnum var CrossFit keppni. Evert Víglundsson, sem er einn af mínum bestu vinum, píndi mig í það að skrá mig í keppnina,“ sagði Anníe Mist sem sagði að móðir hennar hafi síðan séð til þess að hún mætti á keppnisdag því það var sama dag og hún bar að klára menntaskólann. Ætlaði bara að fara að sofa „Þetta var mjög snemma um morguninn og ég hafði ekkert sofið því ég var lesa undir munnlegt stærðfræðipróf. Ég fór í prófið um morguninn og þegar ég kom heim þá ætlaði ég bara að fara að sofa. Mamma sagði við mig: Þú ferð því annars munt þú sjá eftir því. Þú getur bara sofið í bílnum á milli greina,“ sagði Anníe Mist sem keppti ekki bara á mótinu heldur vann hún það og fékk um leið þátttökurétt á CrossFit leikunum. „Ég ákvað bara að láta vaða og fara út. Ég leit líka á þetta sem skemmtilega upplifun fyrir mig, foreldrar mínir komu með og þetta var í það minnsta bara skemmtileg ferð til Bandaríkjanna. Ég hafði farið áður til Bandaríkjanna og elskað það og þetta var því góð afsökun til að fara þangað aftur,“ sagði Anníe Mist. Bjó til ótrúlega minningu Anníe Mist rifjaði upp fyrstu heimsleikana og upplifun sína. Hún varð í öðru sæti fyrir lokagreina en fékk þá grein sem hún hafði aldrei prófað og náði ekki að klára hana. Fyrir vikið datt hún niður í ellefta sæti. Reynslan af CrossFit leikunum var samt góð fyrir Anníe Mist þrátt fyrir klúðrið í lokin. „Ég bjó til ótrúlega minningu þarna og þetta var svo gaman. Ég hætti um leið að dreyma um það að komast á Ólympíuleikanna. Mér var orðið sama um stangarstökkið því þetta var það sem ég vil gera,“ sagði Anníe Mist. „Það kveikti svo í mér að geta ekki komist í gegnum síðustu greinina. Ég var vön því að komast í gegnum allt á kraftinum en tókst það ekki þarna. Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt og ég þyrfti að verða góð í öllu. Það var því engin spurning lengur að þetta var það sem ég vildi gera,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira