Erlent

Hálf milljón Bandaríkjamanna missti vinnuna

Rúm hálf milljón Bandaríkjamanna missti vinnuna í síðasta mánuði.  Ekki hafa jafn margir orðið atvinnulausir þar í einum mánuði síðan 1974. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er 6,7 prósent og hefur ekki verið meira í fimmtán ár.

Samdrátturinn á vinnumarkaði í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári nemur rúmum tveimur milljónum starfa.

Fyrr í dag sagði tilvonandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, að brýnt væri að grípa til aðgerða og tryggja að lágmarki tveimur milljónum Bandaríkjamanna vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×