Erlent

Kennedy sest í þingsæti Hillary

Caroline með föður sínum John.
Caroline með föður sínum John. MYND/AFP

Caroline Kennedy mun hugsanlega setjast í þingsæti Hillary Clinton þegar hún skiptir um starfvettvang og lætur af störfum sem öldungadeildarþingmaður New York og verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama.

David Paterson, ríkisstjóri New York, er sagður hafa boðið Caroline þingsætið í dag.

Caroline er eini eftirlifandi afkomandi John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Jacqueline Bouvier Kennedy. Yngri bróður hennar John Fitzgerald Kennedy, Jr. lést í flugslysi árið 1999.

Coroline er menntaður lögfræðingur frá Harvard og Columbia og hefur ritað ófáar bækur, meðal annars á sviði mannréttinda.

Carolind Kennedy.MYND/AFP

Robert og Edward, bræður JFK, hafa báðir setið í öldungadeildinni. Robert fyrir New York og Edward allt frá 1962 fyrir Massachusetts.

Robert var myrtur þegar hann gaf kost á sér sem forsetaefni í forvali Demókrataflokksins árið 1968.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×