Samir Nasri hefur náð samkomulagi við Arsenal um fjögurra ára samning. Nasri er tvítugur franskur leikmaður og kemur frá Marseille í heimalandinu.
Nasri lék tvo leiki á Evrópumótinu með franska landsliðinu. Hann hefur verið í herbúðum Marseille síðan hann var níu ára gamall.
Hann getur leikið á báðum vængjum og var valinn besti ungi leikmaður frönsku deildarinnar á síðasta tímabili. Auk þess kusu stuðningsmenn Marseille hann leikmann ársins hjá félaginu.
Hlutverk hans verður að fylla skarðið sem Alexander Hleb er að fara að skilja eftir sig.