Erlent

Líknardráp sýnt í bresku sjónvarpi í kvöld

Bresk sjónvarpsstöð ætlar í kvöld að sýna líknardráp. Það hefur vakið harðar deilur.

Um er að ræða heimildarmynd sem sýnd verður á sjónvarpsstöðinni Sky Real Life í kvöld. Kvikmyndagerðarmennirnir fengu að fylgja fimmtíu og níu ára Breta, Craig Ewert, sem þjáðist af MND sjúkdóminum. Hann fór til Sviss þar sem líknardráp hefur verið leyft frá 1940.

Í myndinni er sýnt þegar Ewert tekur of stóran lyfjaskammt og síðan er slökkt á öndunarvél hans.

Hér skrifar Ewert bréf til barna sinna með raddstýrðri tölvu þar sem hann skýrir ákvörðun sína.

Sjónvarpsstöðin er gagnrýnd fyrir að sýna myndina en kona Ewert segir að hann hafi viljað kenna fólki að óttast ekki dauðann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×