Enski boltinn

Roeder rekinn frá Newcastle?

NordicPhotos/GettyImages
Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi verið boðaður á neyðarfund hjá stjórn félagsins í dag. Helsta umræðuefni fundarins mun vera slakur árangur liðsins á leiktíðinni og hallast flestir að því að Roeder verði látinn taka pokann sinn. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×