Innlent

Halldór móti tillögur um aðstoð til Íslendinga

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson.

Samstarfsráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið að fela Halldóri Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, að móta tillögur um aðgerðir sem eiga að koma Íslendingum til aðstoðar í þeirri fjármálakreppu sem nú stendur yfir. Þetta var ákveðið á fundi ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag.

Á fundinum var lögð áhersla á að sérlega mikilvægt væri að tryggja að meðal annars íslenska fræðasamfélagið og íslensk ungmenni gætu áfram verið virk í norrænu samstarfi. Tillögur Halldórs á, samkvæmt áætlun að leggja fyrir samstarfsráðherrafund í byrjun mars á næsta ári.

„Norrænar þjóðir hafa þegar sýnt stuðning sinn við Íslendinga með aðstoð við að afla lána hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum," segir í tilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni. „En við teljum þörf á frekari aðgerðum til að styðja við Ísland vegna þess erfiða ástands sem skapast hefur", segja ráðherrarnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×