Innlent

Þremur bjargað úr Akstaðaá

Frá Þórsmörk
Frá Þórsmörk

Þremur karlmönnum var fyrir stundu bjargað úr bifreið sem sat föst í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Mennirnir gátu hringt eftir aðstoð og fengu þeir fyrirmæli að halda kyrru fyrir í bílnum þar til aðstoð bærist, sem þeir og gerðu.

Lögreglan var fyrst á vettvang og var tekin sú ákvörðun að bíða eftir björgunarsveitinni Dagrenningu frá Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitinni á Hellu sem komu á staðinn skömmu síðar og náði mönnunum á þurrt land. Þeir voru heilir á húfi.

Björgunarsveitir vinna nú að því að ná bílnum úr ánni en mikil rigning er á staðnum. Nokkuð mikið er í ám á svæðinu eftir hláku dagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×