Fótbolti

Sauð upp úr í samskiptum Íran og Suður-Kóreu

Queiros fagnar sigrinum í Suður-Kóreu. Fagnaðarlæti hans fóru mjög í taugarnar á heimamönnum.
Queiros fagnar sigrinum í Suður-Kóreu. Fagnaðarlæti hans fóru mjög í taugarnar á heimamönnum.
Íþróttasambönd Íran og Suður-Kóreu eru á leið í áhugavert samstarf. Það kemur í kjölfar mikillar deilu milli landsliðsþjálfara þjóðanna í knattspyrnu.

Báðar þjóðir eru búnar að tryggja sig inn á HM 2014 en mikil læti voru í kringum síðari leik liðanna í Suður-Kóreu. Þann leik varð Íran að vinna og gerði það, 1-0.

Lætin byrjuðu þegar Suður-Kóreumenn kvörtuðu yfir hegðun Írana í fyrri leik liðanna. Þá sagði Carlos Queiros, þjálfara Íran og fyrrum aðstoðarstjóri Man. Utd, að Kóreumenn hefðu móðgað írösnku þjóðina. Hann vildi fá afsökunarbeiðni.

Landsliðsþjálfari Suður-Kóreu, Choi Kang-Hee, brást ekki vel við þeirri beiðni. Hann sagði ætla að slá Íran úr keppni.

"Ég ætla að leggja Íran af velli. Ekkert annað skiptir máli. Queiros skal horfa á HM í sjónvarpinu heima hjá sér," sagði Choi.

Íran vann í Suður-Kóreu og allt varð vitlaust í landinu. Vefsíða knattspyrnusambandsins hrundi þegar stuðningsmenn komu þar inn til þess að kvarta yfir leik liðsins.

Choi þoldi ekki pressuna og sagði af sér sem landsliðsþjálfari.

Íþróttamálaráðherrar hafa nú ákveðið að bera klæði á vopnin og löndin komin í samstarf. Íþróttamenn munu ferðast á milli landa og æfa í von um að bæta samskipti þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×