Innlent

Sjálfstæðismaður vill leggja niður prófkjör í núverandi mynd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andrés Pétur Rúnarsson vill að prófkjör verði lögð niður í núverandi mynd.
Andrés Pétur Rúnarsson vill að prófkjör verði lögð niður í núverandi mynd. Mynd/ Pjetur
Næsta skref hjá Sjálfstæðisflokknum er að efla grasrót hans með því að hætta með prófkjör í núverandi mynd og að þeir sem eru í fulltrúaráði flokksins kjósi listann, hver í sínu kjördæmi. Þetta segir Andrés Pétur Rúnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Verði - fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Andrés Pétur bendir á að þetta geti orðið til þess að þeir sem hafi áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn þurfi ekki að fara í dýra prófkjörsbaráttu. Þá myndi þetta efla fulltrúaráð flokksins og gera setu í því eftirsóknaverða. Þetta yrði því til þess að styrkja grasrót flokksins.

Andrés Pétur hefur sent Mörtu Guðjónsdóttur erindi þessa efnis og óskað eftir því að hún taki það til umfjöllunar í fulltrúaráðinu. Hann telur að ekki þurfi að gera neinar stórar breytingar til að þessi hugmynd verði að veruleika. Stjórn fulltrúaráðsins geti ákveðið þetta einhliða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×