Maxwell Pearce spilar með Harlem Globetrotters og það er ekki að ástæðulausu. Hann er töframaður.
Fyrir tveimur dögum setti hann á netið ótrúlegt myndband þar sem hann treður boltanum í körfuna. Aldrei áður hafa sést slík tilþrif og talað um flottustu troðsla allra tíma sem á sér ekki stað í leik.
What should we name it? pic.twitter.com/MS2rSxxNeO
— Maxwell Pearce (@maxwellpearce) February 11, 2020
Það hefur líklega þurft að taka þetta upp nokkrum sinnum en er það náðist þá var þetta fullkomið. Svo fallegt og má horfa endalaust á þetta.
Milljónir hafa þegar horft á og miklu fleiri milljónir munu líklega skoða þetta myndband á næstu dögum.