Titlarnir blikna í samanburði við alla vináttuna Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 23:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir segir sigurinn gegn Haukum 2016 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sinn besta sigur. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
„Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira