Körfubolti

Haukur næst stigahæstur í sigri í átta liða úrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson í leik kvöldsins.
Haukur Helgi Pálsson í leik kvöldsins. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre eru komnir í 1-0 gegn Élan Béarnais í átta liða úrslitum franska körfuboltans. Lokatölur urðu 36 stiga sigur Nanterre, 101-65.

Fyrsti leikur liðanna fór fram í kvöld í Nanterre en vinna þarf tvo leiki til þess að komast í undanúrslitin. Nanterre endaði í fjórða sæti í deildarkeppninni.

Það var kratur í Nanterre í kvöld sem voru 27-14 yfir eftir fyrsta leikhlutann og leiddu 50-33 í hálfleik. Þeir keyrðu svo yfir gestina í síðari hálfleik og sigurinn að endingu öruggur, 101-65.

Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn og þar getur Nanterre tryggt sér sæti í undanúrslitunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.