Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:15 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var utanríkisráðherra þegar minnisblöð um leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann voru lagðar til í utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið/Ernir Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira