Saklaus uns sekt er sönnuð Páll Steingrímsson skrifar 5. desember 2019 10:30 Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Páll Steingrímsson Mest lesið Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar Skoðun Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun „Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar Skoðun Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar Skoðun Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius,Katla Ólafsdóttir skrifar Skoðun „Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Yazan Tamimi – spegill á sjálfsmynd þjóðar Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar