Körfubolti

Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Undir stjórn Arnars vann Stjarnan tvo titla af þremur mögulegum í vetur.
Undir stjórn Arnars vann Stjarnan tvo titla af þremur mögulegum í vetur. vísir/bára
„Mér líður ömurlega. Við ætluðum okkur stærri hluti en þetta,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið fyrir ÍR, 79-83, í oddaleik um sæti í úrslitum Domino's deildar karla í kvöld.

Stjarnan fékk á sig 50 stig í fyrri hálfleik og það var alltof mikið að sögn Arnars.

„Vörnin í fyrri hálfleik var ömurleg,“ sagði Arnar.

En hvað hefði mátt fara betur í varnarleik Stjörnunnar fyrstu 20 mínútur leiksins?

„Ef ég hefði svarið við því hefðum við stöðvað þá. Við reyndum ákveðna hluti sem gengu ekki upp. Þeir hittu vel og við vorum ekki nógu ákveðnir.“

Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari í vetur en félagið á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Arnari dreymir um að gera stærri og meiri hluti með Stjörnuna.

„Okkur langar að koma þessu félagi á hærri stall en þetta. Vonbrigðin eru mikil. En það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og stuðningsmennirnir eru frábærir,“ sagði Arnar að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×