Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2019 21:37 Borche náði að stilla sína menn rétt af fyrir oddaleikinn. vísir/andri marinó Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum í skýjunum eftir sigur hans manna á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Garðabænum í kvöld. „Ég er mjög ánægður og mjög hátt uppi. Ég er ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. ÍR átti einnig möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum gegn Stjörnunni á mánudaginn. Hann tapaðist og Borche viðurkenndi að hann og leikmennirnir hafi verið of stressaðir í leiknum. „Við brunnum út í fjórða leiknum í Seljaskóla. Við vorum allir of spenntir því þetta gat orðið söguleg stund fyrir ÍR. Við vorum ekki nógu klárir, urðum fljótt taugaveiklaðir og Stjarnan refsaði okkur. En undirbúningurinn fyrir þennan leik var miklu betri. Við erum komnir í úrslit þótt ég trúi því ekki ennþá,“ sagði Borche. ÍR spilaði frábæra vörn á Ægi Þór Steinarsson og Brandon Rozzell sem skoruðu aðeins samtals 17 stig. „Þeir voru sjóðheitir í síðasta leik og sem betur fer kólnuðu þeir. Eftir fjórða leikinn vissi ég að við þyrftum að einbeita okkur að því að stöðva þá,“ sagði Borche sem hafði ekki áhyggjur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk sína fimmtu villu um miðbik 4. leikhluta. „Nei, Trausti [Eiríksson] getur skilað sínu, sérstaklega í vörninni.“ Daði Berg Grétarsson var í byrjunarliði ÍR í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. Borche segir að verkefni hans hafi verið einfalt og hann hafi leyst það fullkomlega. „Hans hlutverk var að stöðva Brandon og hann gerði það. Svo skoraði hann fimm stig. Hann er maður einvígisins,“ sagði Borche sem hlakkar til úrslitaeinvígisins gegn KR. „Við ætlum að fara alla leið,“ sagði þjálfarinn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum í skýjunum eftir sigur hans manna á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Garðabænum í kvöld. „Ég er mjög ánægður og mjög hátt uppi. Ég er ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. ÍR átti einnig möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða leiknum gegn Stjörnunni á mánudaginn. Hann tapaðist og Borche viðurkenndi að hann og leikmennirnir hafi verið of stressaðir í leiknum. „Við brunnum út í fjórða leiknum í Seljaskóla. Við vorum allir of spenntir því þetta gat orðið söguleg stund fyrir ÍR. Við vorum ekki nógu klárir, urðum fljótt taugaveiklaðir og Stjarnan refsaði okkur. En undirbúningurinn fyrir þennan leik var miklu betri. Við erum komnir í úrslit þótt ég trúi því ekki ennþá,“ sagði Borche. ÍR spilaði frábæra vörn á Ægi Þór Steinarsson og Brandon Rozzell sem skoruðu aðeins samtals 17 stig. „Þeir voru sjóðheitir í síðasta leik og sem betur fer kólnuðu þeir. Eftir fjórða leikinn vissi ég að við þyrftum að einbeita okkur að því að stöðva þá,“ sagði Borche sem hafði ekki áhyggjur þegar Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk sína fimmtu villu um miðbik 4. leikhluta. „Nei, Trausti [Eiríksson] getur skilað sínu, sérstaklega í vörninni.“ Daði Berg Grétarsson var í byrjunarliði ÍR í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. Borche segir að verkefni hans hafi verið einfalt og hann hafi leyst það fullkomlega. „Hans hlutverk var að stöðva Brandon og hann gerði það. Svo skoraði hann fimm stig. Hann er maður einvígisins,“ sagði Borche sem hlakkar til úrslitaeinvígisins gegn KR. „Við ætlum að fara alla leið,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira