Arfavitlausir blómatollar Ólafur Stephensen skrifar 29. maí 2019 07:00 Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun