Njarðvíkingarnir komu til bjargar í skrautlegum sigri á Möltubúum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 15:42 Elvar Már Friðriksson var frábær í dag. Mynd/KKÍ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fagnaði sínum fyrsta sigri á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag þegar liðið vann fimm stiga sigur á Möltu, 80-75. Íslenska liðið var nærri því búið að kasta frá sér sigrinum en vann að lokum í framlengingu. Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Kristinn Pálsson voru langbestu leikmenn íslenska liðsins og komu hreinlega okkar mönnum til bjargar. Elvar Már Friðriksson skoraði 33 stig í leiknum og Kristinn Pálsson var með 17 stig. Elvar Már skoraði fimm stig í lokin á venjulegum leiktíma og saman voru þeir síðan með 14 af 16 stigum íslenska liðsins í framlengingunni. Næsti maður á eftir Njarðvíkingunum tveimur var Gunnar Ólafsson með 9 stig. Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en íslensku strákarnir töpuðu með tíu stigum á móti Lúxemborg í gær. Leikurinn var mjög skrautlegur í seinni hálfleiknum þar sem liðin skiptust á að eiga mjög góða kafla en leikurinn endaði í framlengingu þar sem íslenska liðið var sterkara. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 9 af 22 stigum íslenska liðsins. Möltubúar voru 10-7 yfir um miðjan fyrsta leikhluta en þá komu þrír íslenskir þristar í röð og íslensku strákarnir tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-14, og var síðan komið þrettán stigum yfir í hálfleik, 34-21, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 12-7. Njarðvíkingarnir Elvar Már (9) og Kristinn Pálsson (6) voru saman með fimmtán stig í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður hjá íslenska liðinu, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið virtist vera að fara langt með að gera út um leikinn með því að skora sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum og komast í 41-21. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum og í stað þess að gera út um leikinn þá hleyptu þeir Möltu aftur inn í leikinn. Möltubúar enduðu þriðja leikhlutann á mjög góðum spretti og því munaði bara ellefu stigum, 49-38, fyrir lokaleikhlutann. Möltuliðið hélt áfram að vinna upp forskotið í fjórða leikhlutanum og íslenska liðið réð ekkert við Aaron Michael Falzon sem raðaði niður körfunum. Tveir þristar í röð frá Aaron Michael Falzon komu Möltu síðan yfir í 56-54 þegar fjórar mínútur voru eftir. Malta var þá búið að vinna tíu mínútna kafla 32-5. Malta komst mest fimm stigum yfir, 59-54, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en íslensku strákarnir gáfust ekki upp. Íslenska liðið vann síðustu tvær mínútur leiksins, 10-5, og Elvar Már Friðriksson kom Íslandi aftur yfir í 62-61 með þriggja stiga körfu og setti svo niður tvö víti. Aaron Michael Falzon tryggði Möltu hins vegar framlengingu með enn einni þriggja stiga körfunni. Falzon endaði leikinn með 33 stig eða 20 stigum meira en næsti maður hjá Möltu. Íslenska liðið var sterkara í framlengingunni, vann hana 16-11 og leikinn því 80-75. Elvar skoraði átta stig í framlengingunni en Kristinn var með sex stig.Stig íslenska liðsins í leiknum á móti Möltu: Elvar Már Friðriksson 33 Kristinn Pálsson 17 Gunnar Ólafsson 9 Dagur Kár Jónsson 7 Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7 Hjálmar Stefánsson 5 Halldór Garðar Hermannsson 2 Ólafur Ólafsson 2
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira