Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að háskólar fái aukið svigrúm til að innrita nemendur. Háskólunum sjálfum sé best treystandi til að meta hvort umsækjendur hafi nægilega þekkingu eða reynslu til að setjast á skólabekk, hvort sem viðkomandi hafi tiltekna prófgráðu eða ekki. „Í stað þess að umsækjendur með stúdentspróf hafi forgang inn í hérlenda háskóla ættu háskólar að meta til jafns aðra þekkingu og reynslu umsækjenda, til dæmis úr atvinnulífinu,” segir Áslaug. Áslaug hyggst leggja fram frumvarp eftir að þing kemur saman á ný í lok janúar. „Það er verið að skoða það að koma á laggirnar fagháskólastigi sem kæmi þá mögulega til móts við þessar þarfir. Þar til því hefur verið lokið tel ég rétt að leggja fram þessa breytingu til að auka sveigjanleika kerfisins og auka svigrúm háskólanna til að taka inn fjölbreyttari nemendahóp,” segir hún. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp síðasta haust til að jafna stöðu sveinsprófs og stúdentsprófs þegar kæmi að innritun í háskóla. Áslaug var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð. Nýja frumvarpið gangi lengra og sé eins konar viðbót við það fyrra. „Í of mörgum tilfellum þá er fólki sem á erindi í háskólanám gert of erfitt fyrir að komast að. Með þessu frumvarpi þá væri það áfram háskólanna að setja inntökuskilyrðin en þeir yrðu þá ekki eins bundnir af tilteknum prófgráðum umsækjenda og fengju aukið svigrúm til að taka inn hæfa og góða nemendur með ólíkan bakgrunn,“ segir Áslaug og bætir við: „Einn helsti ávinningurinn af þessu er að breyta viðhorfi fólks gagnvart iðnnámi eða annarri reynslu og þekkingu sem margir ávinna sér á vinnumarkaði eða í öðrum störfum. Við megum ekki loka fyrir tækifæri framtíðarinnar með því að sníða fólkið eftir kerfinu, heldur á kerfið að vera sniðið að fólkinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira