Skipbrot valdhyggjunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun