Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ og tvö lið í vandræðum mætast í Grindavík Arnar Björnsson skrifar 21. nóvember 2019 17:30 Jakob og félagar í KR taka á móti Njarðvík. vísir/bára Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum