Eitrað umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega. Þetta vefst merkilega mikið fyrir þeim. Allavega ganga þeir iðulega fram af þjóðinni með háttalagi sínu. Rétt er að beina sjónum að framferði nokkurra borgarfulltrúa gagnvart starfsmönnum borgarinnar. Það getur ekki talist eðlilegt að um sjötíu starfsmenn hafi séð ástæðu til að kvarta undan framkomu borgarfulltrúa og að tveir einstaklingar hafi látið af störfum vegna þess að þeir þoldu ekki þessa framkomu. Þarna mun einungis um örfáa borgarfulltrúa að ræða en um leið er ljóst að þeir hafa hvergi dregið af sér í dónaskap og fautalegri framkomu fyrst tugir starfsmanna sjá ástæðu til að kvarta undan þeim. Starfsfólk borgarinnar á að geta unnið störf sín í friði en á ekki að þurfa að búa við það að geðvondur borgarfulltrúi ausi úr skálum reiði sinnar yfir það. Enginn á að þurfa að vinna í svo eitruðu umhverfi. Það eru því einkennileg viðbrögð að skjóta sendiboðann, það er að segja Stefán Eiríksson borgarritara sem á Facebook gagnrýndi nokkra borgarfulltrúa, án þess að nafngreina þá, og sagði þá ítrekað hafa vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið að starfsheiðri þeirra. Ljóst er að Stefán átti þarna við nokkra borgarfulltrúa minnihlutans. Einhverjir þeirra hafa einmitt svarað Stefáni fullum hálsi. Svo virðist sem þeir taki orð hans til sín. Þeim væri nær að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir eigi einhverja sök í málinu. Það er allavega skrýtið að beina spjótum að Stefáni fyrir að vekja athygli á vanlíðan starfsmanna borgarinnar. Vanlíðan sem stafar af hegðun nokkurra borgarfulltrúa. Sú lítt friðelskandi manneskja, Vigdís Hauksdóttir, sagði að þessi Facebook-færsla hlyti að vera síðasta skítverkið sem Stefán ynni fyrir Dag B. Eggertsson, hann yrði að hverfa úr embætti eftir þessi orð sín. Umhyggja fyrir líðan starfsmanna borgarinnar virðist ekki ofarlega á blaði hjá þessum borgarfulltrúa minnihlutans. Ljóst er að ýmsum í minnihluta borgarstjórnar er mjög í mun að bregða fæti fyrir meirihlutann í borginni með hvaða ráðum sem er. Það er svo sem ekki hægt að álasa borgarfulltrúum minnihlutans fyrir að þrá að komast til áhrifa í borginni en þeir ættu að láta af ofstækisfullum málflutningi og reyna að stilla skap sitt í samskiptum við starfsmenn borgarinnar sem eiga að fá að vinna störf sín án þess að gólandi borgarfulltrúar séu að angra þá. Rétt er svo að halda því til haga að innan minnihlutans í borginni er sómafólk sem ekki grípur til gífuryrða við hvert tækifæri heldur stundar málefnalega gagnrýni og myndi aldrei gera sig sekt um að valda starfsmönnum borgarinnar sársauka með hegðan sinni. Hinir fáu sem láta pólitískt ofstæki stjórna sér valda miklum skaða, skapa sársauka og koma óorði á stjórnmálin.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun