Craig: Einn besti leikur Íslands síðustu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 18:16 Íslenska liðið þurfti sigur í dag og þeir skiluðu sigri vísir/daníel Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Körfubolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Ísland er í vænlegri stöðu fyrir lokaleik sinn í forkeppni Eurobasket eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll í dag. Craig Pedersen landsliðsþjálfari var að vonum hæstánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá öllum leikmönnunum. Það komu allir inn af krafti og einbeittir. Við fengum góða hjálp frá þeim sem komu af bekknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn í leikslok í Laugardalnum en Ísland vann öruggan 96-68 sigur. „Á mismunandi köflum í leiknum stigu mismunandi leikmenn upp. Elvar átti góðan leik, Ægir kom inn af krafti og Hlynur, hvað getur maður sagt? 21 stig frá honum af bekknum í dag, það er stórkostlegt. Guði sé lof að hann hafi komið inn í liðið.“ „En í heildina var þetta frábært framlag frá upphafi til enda. Þeir áttu nokkur smá áhlaup á okkur en það var alltaf að fara að gerast. Þeir eru með gott lið með góðar skyttur. Heilt yfir einn besti leikurinn sem við höfum spilað síðustu ár.“Hlynur Bæringsson var frábær fyrir Ísland í dag og var ekki að sjá að landsliðsskórnir hafi verið á hillunni í nokkra mánuðivísir/daníelÍsland er nú komið með fimm stig í riðlinum, stigi á eftir Portúgal sem hefur spilað sinn síðasta leik. Ísland mætir Sviss ytra í lokaleiknum á miðvikudag og fari svo að Sviss vinni þann leik verða öll liðin jöfn með sex stig og stigaskor gæti ráðið úrslitum. Var landsliðsþjálfarinn að hugsa um það í lokin? „Já, og það er hluti af ástæðu þess að við tökum leikhlé þegar það eru ellefu sekúndur eftir. Við vildum stilla upp kerfi til þess að ná í körfu því hvert stig skiptir máli.“ „Sviss er með lið sem getur skorað mikið og er mjög hættulegt. Við þurftum að vinna með eins miklum mun og við gátum.“ „Við náðum mjög góðu skoti í lokin en það fór ekki niður. Þetta er skot sem við viljum sjá Elvar taka og við hefðum varla getað beðið um betra skot.“ Besta niðurstaðan fyrir Ísland er að sækja sigur til Sviss og klára riðilin án þess að þurfa að fara í flókna útreikninga. Hvað þarf liðið að gera til þess að sækja sigur? „Við þurfum að gera eins og í dag, spila einbeittir í 40 mínútur.“ „Við þurfum að spila af krafti og hreyfa boltann. Við erum búnir að vinna í nokkrum hlutum í vikunni fyrir þennan leik sem munu vonandi hjálpa okkur gegn Sviss, en núna leyfum við okkur að njóta þessa sigurs og fara svo að einbeita okkur að Sviss,“ sagði Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands.
Körfubolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira