Umfjöllun: Grikkland - Ísland 89-54 | Afleitur leikur gegn Grikklandi Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2019 17:30 Helena var stigahæst í íslenska liðinu með tólf stig. vísir/bára Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti hrikalega lélegan leik gegn Grikklandi í dag í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Liðið gat lítið gert á móti feiknasterkri vörn grísku kvennanna og tapaði að lokum með 89-54. Það var fátt um fína drætti í leik Íslands í dag. Þær byrjuðu leikinn hægt og illa og gátu aðeins sett fjóra þrista í fyrsta leikhlutanum. Ekkert gekk fyrir innan þriggja stiga línuna og þær íslensku töpuðu allt of mörgum boltum framan af. Grikkir voru líka mjög kræfir að sækja í bakið á íslenska liðinu þegar að það gerði mistök. Eftir hrikalegan fyrri hálfleik þar sem Ísland gat aðeins skorað 18 stig á tuttugu mínútum fór liðið aðeins að finna sig í seinni hálfleik. Þær skoruðu nærri því jafn mörg stig í þriðja leikhluta og allan fyrri hálfleikinn og með ágætu framlagi af bekknum fundu þær íslensku aðeins betur körfuna. Barátta af bekknum skilaði því að Ísland vann seinni hálfleikinn gegn Grikklandi með einu stigi. Leikurinn endaði þá, eins og áður sagði, 54-89.Af hverju vann Grikkland?Gríska liðið sýndi í kvöld af hverju þær eru ofar á styrkleikalistanum en hið íslenska. Þó ekki muni nema sjö sætum milli liðanna var augljóst í leiknum að Grikkir væru betri en stelpurnar okkar. Þær voru öruggari í öllum aðgerðum sínum og gerðu þetta ofboðslega erfitt fyrir íslenska liðið. Svo virðist sem að þær hafi séð hvað gekk vel hjá Búlgaríu gegn Íslandi í seinasta leik og að þær grísku hafi bætt um betur í þeirri framkvæmd.Hverjar stóðu upp úr?Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 12 stig og tók þar að auki 9 fráköst. Hún tapaði hins vegar 7 boltum í dag og fór út af með fimm villur eftir að hafa spilað tæpar 28 mínútur. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var ágæt í leiknum og sýndi mikinn baráttuhug á köflum. Sylvía skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og stal tveimur boltum. Hún og Sigrún Björg Ólafsdóttir komu báðar af bekknum í dag og áttu nokkuð fína leiki miðað við frammistöðu liðsins. Sigrún Björg skoraði 3 stig og gaf 4 stoðsendingar í dag og skilaði bestu plús/mínús-tölfræðinni af öllum leikmönnum íslenska liðsins. Á þeim tuttugu mínútum sem Sigrún Björg var inn á í leiknum tapaði liðið aðeins með tveimur stigum. Flott innkoma þar. Í gríska liðinu var Jacki Gemelos best með 18 stig og fjóra stolna bolta. Pinelopi Pavlopoulou var líka öflug með 11 stig, 4 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Hvað gekk illa?Íslenska landsliðið átti annan dapran sóknarleik í dag og hittu aðeins úr 18 skotum af 59 utan af velli (30.5% nýting). Þriggja stiga nýtingin var þó öllu skárri í þessum leik en seinasta (9/29 í þristum, 31.0% nýting). Aðalmálið með sóknina var hvað íslensku stelpurnar pössuðu illa upp á boltann. Þær töpuðu 29 boltum í leiknum, 14 fleiri en hérna heima gegn Búlgaríu seinasta fimmtudag. Liðið er ekki að spila afleitan varnarleik, þó vissulega mætti takmarka hitt liðið meira í stigaskori. Ef hraðaupphlaupsstigin (27 talsins) eru tekin út er gríska liðið aðeins að skora 62 stig í uppsettum sóknarleik. Íslenska liðið á að geta unnið leik þar sem hitt liðið skorar aðeins 62 stig á hálfum velli. 54 stig á venjulegum leiktíma (40 mínútur) er varla boðlegt.Hvað gerist næst?Liðin eru þá bæði búin með þennan landsliðsglugga og leikmenn geta farið aftur til sinna félagsliða. Næsta umferð Domino's-deildar kvenna (sú áttunda) hefst 23. nóvember. Keflavík mun reyndar taka á móti Snæfell núna á miðvikudaginn (20. nóvember), en sá leikur er sá seinasti í 7. umferð kvenna og náðist ekki að spilast fyrir landsleikjahléið. Körfubolti
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti hrikalega lélegan leik gegn Grikklandi í dag í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Liðið gat lítið gert á móti feiknasterkri vörn grísku kvennanna og tapaði að lokum með 89-54. Það var fátt um fína drætti í leik Íslands í dag. Þær byrjuðu leikinn hægt og illa og gátu aðeins sett fjóra þrista í fyrsta leikhlutanum. Ekkert gekk fyrir innan þriggja stiga línuna og þær íslensku töpuðu allt of mörgum boltum framan af. Grikkir voru líka mjög kræfir að sækja í bakið á íslenska liðinu þegar að það gerði mistök. Eftir hrikalegan fyrri hálfleik þar sem Ísland gat aðeins skorað 18 stig á tuttugu mínútum fór liðið aðeins að finna sig í seinni hálfleik. Þær skoruðu nærri því jafn mörg stig í þriðja leikhluta og allan fyrri hálfleikinn og með ágætu framlagi af bekknum fundu þær íslensku aðeins betur körfuna. Barátta af bekknum skilaði því að Ísland vann seinni hálfleikinn gegn Grikklandi með einu stigi. Leikurinn endaði þá, eins og áður sagði, 54-89.Af hverju vann Grikkland?Gríska liðið sýndi í kvöld af hverju þær eru ofar á styrkleikalistanum en hið íslenska. Þó ekki muni nema sjö sætum milli liðanna var augljóst í leiknum að Grikkir væru betri en stelpurnar okkar. Þær voru öruggari í öllum aðgerðum sínum og gerðu þetta ofboðslega erfitt fyrir íslenska liðið. Svo virðist sem að þær hafi séð hvað gekk vel hjá Búlgaríu gegn Íslandi í seinasta leik og að þær grísku hafi bætt um betur í þeirri framkvæmd.Hverjar stóðu upp úr?Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 12 stig og tók þar að auki 9 fráköst. Hún tapaði hins vegar 7 boltum í dag og fór út af með fimm villur eftir að hafa spilað tæpar 28 mínútur. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var ágæt í leiknum og sýndi mikinn baráttuhug á köflum. Sylvía skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og stal tveimur boltum. Hún og Sigrún Björg Ólafsdóttir komu báðar af bekknum í dag og áttu nokkuð fína leiki miðað við frammistöðu liðsins. Sigrún Björg skoraði 3 stig og gaf 4 stoðsendingar í dag og skilaði bestu plús/mínús-tölfræðinni af öllum leikmönnum íslenska liðsins. Á þeim tuttugu mínútum sem Sigrún Björg var inn á í leiknum tapaði liðið aðeins með tveimur stigum. Flott innkoma þar. Í gríska liðinu var Jacki Gemelos best með 18 stig og fjóra stolna bolta. Pinelopi Pavlopoulou var líka öflug með 11 stig, 4 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Hvað gekk illa?Íslenska landsliðið átti annan dapran sóknarleik í dag og hittu aðeins úr 18 skotum af 59 utan af velli (30.5% nýting). Þriggja stiga nýtingin var þó öllu skárri í þessum leik en seinasta (9/29 í þristum, 31.0% nýting). Aðalmálið með sóknina var hvað íslensku stelpurnar pössuðu illa upp á boltann. Þær töpuðu 29 boltum í leiknum, 14 fleiri en hérna heima gegn Búlgaríu seinasta fimmtudag. Liðið er ekki að spila afleitan varnarleik, þó vissulega mætti takmarka hitt liðið meira í stigaskori. Ef hraðaupphlaupsstigin (27 talsins) eru tekin út er gríska liðið aðeins að skora 62 stig í uppsettum sóknarleik. Íslenska liðið á að geta unnið leik þar sem hitt liðið skorar aðeins 62 stig á hálfum velli. 54 stig á venjulegum leiktíma (40 mínútur) er varla boðlegt.Hvað gerist næst?Liðin eru þá bæði búin með þennan landsliðsglugga og leikmenn geta farið aftur til sinna félagsliða. Næsta umferð Domino's-deildar kvenna (sú áttunda) hefst 23. nóvember. Keflavík mun reyndar taka á móti Snæfell núna á miðvikudaginn (20. nóvember), en sá leikur er sá seinasti í 7. umferð kvenna og náðist ekki að spilast fyrir landsleikjahléið.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn