Landvernd, höldum staðreyndunum til haga! Ásgeir Margeirsson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar