Brauð og bjór í Bónus? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. júní 2019 20:39 Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun