Brauð og bjór í Bónus? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 4. júní 2019 20:39 Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?Skilaboð frá stjórnmálamönnum skipta máli Það er ekki ný saga að stjórnmálamenn stökkvi fram á sjónarsviðið með tillögur sem lúta að því aðauka aðgengi að vímugjöfum t.d. áfengi og kannabis. Skemmst er að minnast frumvarps fyrrverandi þingmanns Viðreisnar og núverandi borgarfulltrúa sama flokks að lögleiða kannabis. Nú er það tillaga Sjálfstæðismanna í borginni að vilja „vín í borg“ eins og þau orða það sjálf, eða áfengi í hverfisverslanir.En einn stjórnmálamaðurinn að þessu sinni Pírati tjáði sig nýverið um vímuefnamál samfélagsins og sagði það vera einhvern grundvallarmisskilning yfirvalda að samfélagið vilji vera vímulaust. Þetta sagði hann í samhengi við umræðu um skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem rætt er um smygl glæpagengja á stórhættulegum efnum. Auðvitað vill samfélagið vera laust við slíkan ófögnuð! Við hvorki eigum né megum normalisera þessa hluti. Sem sálfræðingur með reynslu bæði að því að starfa í fangelsum landsins og á Stuðlum sem og áratuga reynslu af því að vinna með unglingum finnst mér tal um að vilja ekki vímulaust samfélag ábyrgðarlaust. Tillögur um að auka aðgengi að áfengi og kannabis eru að sama skapi ábyrgðalausar. Þetta eru ekki góð skilaboð til unglinga sem við viljum að fresti eins lengi og mögulegt er að byrja neyslu t.d. áfengis, ef þeir ætli sér þ.e.a.s. að neyta þess á annað borð. Í svona tillögum eru aldrei reifuð mótrök. Ekki er minnst orði á hagsmuni og velferð barna þegar hvatt er til að auka aðgengi að áfengi. Samfélagið verður aldrei vímulaust Samfélagið verður aldrei vímulaust en við getum ákveðið hvaða fyrirkomulag við viljum hafa með sölu vímugjafa og aðgengi að þeim. Það fyrirkomulag sem er núna er kannski bara ágætt. Það er engin nauðsyn að geta bæði keypt brauð og bjór í Bónus. Það eru nógu margar áfengisverslanir í Reykjavík og aðgengi að þeim er ágætt. Það er kannski heldur engin knýjandi þörf á því að styrkja hverfisverslanir sérstaklega með því að leyfa þeim að selja áfengi. Kaupmenn í hverfisverslunum mundu varla taka að sér að upplýsa kaupendur um skaðsemi áfengis eða rannsaka skaðsemi þess. Ungmenni sem starfa á kössunum geta varla borið ábyrgð á að spyrja um skilríki. Ekki rugga bátnum að óþörfu Ég er hrædd við að færa verslun áfengis í almennar verslanir, sama hvaða verslanir það eru hvað þá að lögleiða kannabis Ég eins og margir aðrir sem hafa tjáð sig um þessi má tel að með þessari breytingu á fyrirkomulagi eða lögleiðingu á kannbis muni þeim góða árangri sem við höfum náð í forvörnum; minnkandi unglingadrykkja og öðrum góðum árangri, vera stefnt í voða. Aukið aðgengi gæti leitt til aukinnar neyslu. Fyrir suma unglinga er áfengi fyrsta efni sem neytt er áður en farið er út í sterkara efni. Óhætt er að fullyrða að samfélagið vill vera laust við hættuleg efni sem m.a. glæpahringir flytja inn í landið. Margir foreldrar eru uggandi um velferð barna sinna þegar kemur að áfengi og vímuefnum og neyslu þeirra. Okkur ber að gæta orða okkar. Við sem erum í stjórnmálum eigum að vera góðar fyrirmyndir og ávallt að hafa hagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi í öllum okkar störfum. Okkar verkefni er að sinna forvörnum af kappi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim sem ánetjast áfengis- og vímuefnum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun