Það var toppslagur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar Zaragoza fékk Barcelona í heimsókn en liðin voru í 2. og 3.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í kvöld; höfðu bæði unnið fimm leiki hvor og tapað einum.
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason spilaði rúmar ellefu mínútur og nýtti öll sín skot í leiknum; skoraði 5 stig og tók eitt frákast.
Zaragoza vann leikinn með sex stiga mun, 89-83 að viðstöddum rúmlega 10 þúsund áhorfendum.
DJ Seeley og Robin Benzing voru stigahæstir hjá Zaragoza með 15 stig hvor. Hjá Barcelona voru Brandon Davies og Nikola Mirotic með 21 stig hvor en lið Barcelona er stjörnum prýtt.
Tryggvi og félagar í 2.sæti deildarinnar en Real Madrid er á toppnum með fullt hús stiga.
Tryggvi skoraði 5 stig í sigri á Barcelona
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
