Körfubolti

Jákvæð teikn á lofti með mætinguna í Pepsi Max-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Svo margir mættu á Breiðablik á móti ÍA að gamla stúkan í Kópavogi var full.
Svo margir mættu á Breiðablik á móti ÍA að gamla stúkan í Kópavogi var full. vísir/vilhelm
Mætingin á fyrstu fimm umferðirnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta er aðeins betri en á sama tíma í fyrra en alls hafa 31.256 áhorfendur sótt leikina 30 í fyrstu fimm umferðunum sem gerir 1.042 áhorfanda að meðaltali á hvern leik.

Á sama tíma í fyrra höfðu 1.019 áhorfendur mætt á hvern leik að meðaltali en áhorfendafjöldi jókst um 20 að meðaltali á hvern leik frá 2017 til 2018. Hann fór úr 838, þeim lægsta á öldinni, í 858 sem er næstversta talan frá aldamótum.

Góðu fréttirnar eru að áhorfendafjöldinn hefur ekki farið minnkandi frá fyrstu umferð eins og í fyrra. Þá mættu 1.464 á fyrstu umferðina en eftir það náðist aldrei aftur að safna yfir 1.000 manns að meðaltali á hverja umferð.

Töluvert færri mættu aða meðaltali á fyrstu umfeðrina í ár heldur en í fyrra en aðsóknin hefur verið jafnari og betri. Þrisvar sinnum í fyrstu fimm umferðunum hefur áhorfendafjöldinn farið yfir 1.000 manns að meðaltali en hann tók stökk úr 877 upp í 1.116 frá fjórðu umferð til þeirrar fimmtu.

Ríflega 2.000 manns sóttu toppslag Breiðabliks og ÍA á Kópavogsvelli á sunnudagskvöldið en það var í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferðinni í fyrra þegar að Valur og KR mættust sem að áhorfendafjöldi á einum leik fer yfir 2.000 manns.

Mætingin eftir fimm umferðir 2018:

1. umf 1.464

2. umf 986

3. umf 983

4. umf 780

5. umf 882

Meðaltal: 1.019

Mætingin eftir fimm umferðir 2019:

1. umf 1.130

2. umf 1.246

3. umf 841

4. umf 877

5. umf 1.116

Meðaltal: 1.042




Fleiri fréttir

Sjá meira


×