Serbarnir ógnarsterkir á HM í körfubolta í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 10:30 Boban Marjanović og félagar í Serbíu hafa haft mikla yfirburði til þessa í leikjum sínum á HM í Kina. Getty/Zhong Zhi Serbía og Pólland héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína þegar keppni í milliriðlum hófst í morgun. Það var þó mikill munur á mótstöðunni sem liðin fengu í fyrsta leiknum í sínum milliriðli. Pólverjar voru lengstum undir á móti Rússland en 11-1 sprettur í byrjun fjórða leikhluta kom liðinu í gang og inn í leikinn. Pólverjar unnu á endanum fimm stiga sigur, 79-74, eftir spennuleik. Pólska liðið vann lokaleikhlutann 26-17. Adam Waczynski var atkvæðamestur í liði Póllands með 18 stig en Mateusz Ponitka skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. Damian Kulig var síðan með 10 stig og 7 fráköst á rúmum 15 mínútu. Mikhail Kulagin var stigahæstur hjá Rússum með 21 stig. Serbía lék sér að Púertó Ríkó í fyrsta leik sínum í milliriðlinum og hefur nú unnið alla fjóra leiki sína á mótinu með samtals 163 stigum eða með 40,8 stigum að meðaltali. Minnsti sigur liðsins var 15 stiga sigur á Ítölum. Serbía vann Púertó Ríkó í dag með 43 stiga mun, 90-47, en liðsmenn Serbíu sundurspiluðu andstæðinga sína hvað eftir annað. Serbar eru með alla sína bestu leikmenn á mótinu og þeir eru mjög sigurstranglegir á HM í ár miðað við þessa byrjun á heimsmeistaramótinu. Nemanja Bjelica (Sacramento Kings) var stigahæstur með 18 stig á rúmum 17 mínútum en risinn Boban Marjanović (Philadelphia 76ers) skoraði 16 stig á 16 mínútum og Nikola Jokić (Denver Nuggets) var með 14 stig og 10 fráköst á tæpum sautján mínútum. Það skipti engu þótt stórstjarnan Bogdan Bogdanović (Sacramento Kings) hafi aðeins hitt úr 1 af 8 skotum og endað bara með 5 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Pólland 4-0, Argentína 3-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-1.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 3-0, Ítalía 2-1, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Körfubolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Serbía og Pólland héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína þegar keppni í milliriðlum hófst í morgun. Það var þó mikill munur á mótstöðunni sem liðin fengu í fyrsta leiknum í sínum milliriðli. Pólverjar voru lengstum undir á móti Rússland en 11-1 sprettur í byrjun fjórða leikhluta kom liðinu í gang og inn í leikinn. Pólverjar unnu á endanum fimm stiga sigur, 79-74, eftir spennuleik. Pólska liðið vann lokaleikhlutann 26-17. Adam Waczynski var atkvæðamestur í liði Póllands með 18 stig en Mateusz Ponitka skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. Damian Kulig var síðan með 10 stig og 7 fráköst á rúmum 15 mínútu. Mikhail Kulagin var stigahæstur hjá Rússum með 21 stig. Serbía lék sér að Púertó Ríkó í fyrsta leik sínum í milliriðlinum og hefur nú unnið alla fjóra leiki sína á mótinu með samtals 163 stigum eða með 40,8 stigum að meðaltali. Minnsti sigur liðsins var 15 stiga sigur á Ítölum. Serbía vann Púertó Ríkó í dag með 43 stiga mun, 90-47, en liðsmenn Serbíu sundurspiluðu andstæðinga sína hvað eftir annað. Serbar eru með alla sína bestu leikmenn á mótinu og þeir eru mjög sigurstranglegir á HM í ár miðað við þessa byrjun á heimsmeistaramótinu. Nemanja Bjelica (Sacramento Kings) var stigahæstur með 18 stig á rúmum 17 mínútum en risinn Boban Marjanović (Philadelphia 76ers) skoraði 16 stig á 16 mínútum og Nikola Jokić (Denver Nuggets) var með 14 stig og 10 fráköst á tæpum sautján mínútum. Það skipti engu þótt stórstjarnan Bogdan Bogdanović (Sacramento Kings) hafi aðeins hitt úr 1 af 8 skotum og endað bara með 5 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Pólland 4-0, Argentína 3-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-1.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 3-0, Ítalía 2-1, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71
Körfubolti Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira