Körfubolti

Martin farinn frá Njarðvík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Von á frekari breytingum á leikmannahópi Njarðvíkur.
Von á frekari breytingum á leikmannahópi Njarðvíkur. vísir/bára

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Wayne Martin hefur yfirgefið Dominos deildarlið Njarðvíkur og er genginn til liðs við Jamtland í Svíþjóð.

Að því er segir í tilkynningu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur gaf félagið honum leyfi til að leita sér að nýju liði í kjölfar þess að Njarðvík bætti við sig Bandaríkjamanni í Chaz Williams í byrjun nóvember.

Síðan þá hefur Njarðvík verið heitasta lið deildarinnar og fór inn í jólafríið með sex sigra í röð. Martin spilaði 10 mínútur í síðasta leik fyrir jól þegar Njarðvík burstaði Þór Þorlákshöfn.

Martin skoraði 14,8 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 7,2 fráköst að meðaltali í leik.

Í tilkynningu Njarðvíkur segir að þó Martin hafi skilað góðu framlagi þrátt fyrir færri mínútur hafi það verið samdóma álit allra sem að málum koma að það væri betra fyrir Martin að komast í aðstæður þar sem leiktíma yrði ekki hamlað vegna vegabréfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×