Erlent

Hella­björgunar­maður lést af völdum blóð­eitrunar

Atli Ísleifsson skrifar
Hellakerfinu var lokað almenningi eftir atvikið en var opnað á ný í nóvember síðastliðinn.
Hellakerfinu var lokað almenningi eftir atvikið en var opnað á ný í nóvember síðastliðinn. Getty

Liðsmaður björgunarteymisins sem bjargaði tólf drengjum og fótboltaþjálfara þeirra úr helli í Taílandi á síðasta ári, er látinn af völdum blóðeitrunar sem hann fékk á meðan á björgunaraðgerðum stóð. BBC segir frá málinu.

Beirut Pakbara var liðsmaður sérsveitar taílenska sjóhersins og hafði sætt læknismeðferð síðustu mánuði, en nýverið versnaði ástand hans og var hann úrskurðaður látinn í gær.

Annar maður í björgunarteyminu, Saman Gunan, lést á meðan á björgunaraðgerðum stóð.

Drengirnir og þjálfari þeirra festust í Tham Luang hellakerfinu í júní á síðasta ári og var þeim bjargað sautján dögum eftir að þeir festust. Alls tóku níutíu kafarar þátt í björgunaraðgerðinni sem vakti heimsathygli.

Hellakerfinu var lokað almenningi eftir atvikið en var opnað á ný í nóvember síðastaliðinn.


Tengdar fréttir

Taí­lenski hellirinn opnar á ný

Búið er að opna hellakerfið í Taílandi, þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra urðu innlyksa á síðasta ári, á ný fyrir gestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×