Erlent

Skipaður nýr for­sætis­ráð­herra

Atli Ísleifsson skrifar
Abdelmadjid Tebboune sór embættiseið sem forseti í síðustu viku eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum sem stór hluti landsmanna ákvað að sniðganga.
Abdelmadjid Tebboune sór embættiseið sem forseti í síðustu viku eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum sem stór hluti landsmanna ákvað að sniðganga. epa

Abdelmadjid Tebboune, forseti Alsír, hefur skipað Abdelaziz Djerad nýjan forsætisráðherra landsins. Djerad hefur áður starfað sem diplómati.

Djerad mun fá það hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn í landi þar sem mótmæli hafa verið mikil síðastliðið ár.

Abdelmadjid Tebboune sór embættiseið sem forseti í síðustu viku eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum sem stór hluti landsmanna ákvað að sniðganga.

Eftir að mótmælin blossuðu upp í byrjun síðasta árs hrökklaðist Abdelaziz Bouteflika úr stóli forseta, en hann hafði þá stýrt landinu í nærri tuttugu ár. Hann hafði þó lítið sem ekkert komið fram opinberlega frá árinu 2013 þegar hann fékk heilablóðfall.

Afsögn Bouteflika batt þó ekki enda á mótmælin sem hafa haldið áfram alla föstudaga þar sem þess er krafist að valdaklíkunni verði komið frá.

Fyrr í þessum mánuði voru tveir fyrrverandi forsætisráðherrar – þeir Ahmed Ouahiya og Abdelmalek Sellal – dæmdir í fangelsi og greiðslu bóta fyrir spillingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×