Handbolti

Ó­­vænt tap hjá Ljónunum, Ís­­lendingarnir magnaðir hjá Kristian­stad og annað tap Skjern í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur var funheitur í kvöld.
Ólafur var funheitur í kvöld. vísir/getty

Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo gerðu sér lítið fyrir og unnu fimm marka sigur á Rhein-Neckar Löwen, 30-25, er liðin mættust á heimavelli Lemgo í dag.

Bjarki Már komst ekki á blað hjá Lemgo en Alexander Petersson gerði fjögur mörk fyrir Ljónin. Lemgo er í 15. sætinu með tólf stig en Ljónin í 4. sætinu með 24. Kristján Andrésson stýrir Ljónunum.
Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað er Stuttgart vann þriggja marka sigur á Melsungen, 31-28, en Stuttgart er í 14. sætinu á meðan Melsungen er í því sjöunda.

Kiel tapaði með einu marki fyrir Fucshe Berlín á útivelli en Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn á meiðslalistanum hjá Kiel. Kiel er nú tveimur stigum á eftir toppliði Flensburg sem Balingen fyrr í kvöld.

Oddur Grétarsson skoraði þrjú mörk en lokatölur urðu 32-25 sigur Flensburg. Balingen er í 12. sætinu með þrettán stig.
Alingsås er enn á toppi sænsku deildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Redbergslids, 25-27, en Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað hjá toppliðinu.

Ólafur Guðmundson og Teitur Örn Einarsson voru magnaðir er Kristianstad vann fjögurra marka sigur á Helsingborg, 29-25. Þeir gerðu sitthvor níu mörkin. Kristianstad er á milku skriði í 4. sætinu.
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof höfðu betur gegn Lugi, 27-25, en sænsku meistararnir í Savehof eru í 6. sætinu

Íslendingaliðið Skjern fékk tapaði öðrum leiknum í röð er liðið tapaði fyrir Holstebro í danska boltanum. Lokatölur 36-33.

Björgvin Páll Gústavsson náði sér ekki á strik í markinu og Elvar Örn Jónsson skoraði einungis eitt mark. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Skjern. Skjern er í 3. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.