Körfubolti

Tryggvi hafði hægt um sig í 10 stiga sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni með Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar liðið fékk Fuenlabrada í heimsókn. 

Zaragoza vann góðan 10 stiga sigur en íslenski landsliðsmiðherjinn kom ekki mikið við sögu en reif niður tvö fráköst þann stutta tíma sem hann var inn á. 

Mikilvægur sigur fyrir Zaragoza sem er að berjast við risana Real Madrid og Barcelona á toppi deildarinnar en með sigrinum styrkti Zaragoza stöðu sína í 3.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir risunum sem deila toppsætinu.

Það er skammt stórra höggva á milli hjá Tryggva og félögum þar sem þeir fá tyrkneska stórliðið Besiktas í heimsókn í miðri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×