Körfubolti

Martin og félagar komnir í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin átti flottan leik.
Martin átti flottan leik. vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í körfubolta eftir sigur á Mitteldeutscher, 82-77, á heimavelli í dag.

Martin stóð fyrir sínu í leiknum þótt hann hafi aðeins spilað tæpar 17 mínútur.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Auk Alba Berlin eru Brose Bamberg og Ulm komin í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar. Síðar í dag ræðst það svo hvort Bonn eða Oldenburg verði fjórða liðið til að komast í undanúrslit.

Alba Berlin komst í bikarúrslit á síðasta tímabili en tapaði fyrir Brose Bamberg með minnsta mun, 83-82.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.