
Raddlausu börnin
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf.
Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus.
Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á.
Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma.
Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi.
Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um.
Til hamingju með daginn.
Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.
Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun

(Þrætu)epli bara á jólunum
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Sóknarfæri í ferðaþjónustu
Sigurður Valur Sigurðsson skrifar

Svikin loforð eða óþolandi seinagangur?
Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar

Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Áramótaheit óvissunnar
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar

Þegar það eina sem mig dreymdi um var að sitja í rólegheitum og slaka á
Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar

Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi
Hlín Bolladóttir skrifar

Tilboð, tilboð!
Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar

Spilling, hvaða spilling?
Bolli Héðinsson skrifar

Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna
Þórir Garðarsson skrifar

Spilling í sparifötum – opið bréf til dómsmálaráðherra
Eva Hauksdóttir skrifar

Kvenveldisávarpið
Arnar Sverrisson skrifar

Vertu fyrirmynd
Signý Gunnarsdóttir skrifar

Er ég nógu merkilegur?
Friðrik Agni Árnason skrifar

Munum
Drífa Snædal skrifar