Raddlausu börnin Benedikt Traustason skrifar 1. desember 2019 13:23 Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun