Handbolti

Seinni bylgjan: Gulli greinir sigur Stjörnunnar á ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/skjáskot
Stjarnan vann virkilega öflugan sigur á ÍBV í Olís-deild karla á föstudagskvöldið en þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í háa herrans tíð.Stjarnan vann leikinn með sex mörkum, 31-25, en frábær varnarleikur og agaður sóknarleikur skilaði sigrinum sagði Guðlaugur Arnarson sem greindi leikinn í Seinni bylgjunni í gær.„Fyrst og fremst var þetta sterkur varnarleikur. Þeir eru með bakverðina hátt og eru að koma á blindu hliðina. Þeir vinna rosalega marga bolta og gera sóknarleikinn stirðan og erfiðan,“ sagði Guðlaugur.„Tandri er að stýra þessu vel. Þú sérð bendingarnar og hann er að stilla mönnum upp,“ bætti Logi Geirsson við.Alla greiningu Gulla á sigrinum má sjá hér að neðan en þar fór hann einnig yfir agaðan og góðan sóknarleik liðsins.

Klippa: Seinni bylgjan: Gulli greinir sigur Stjörnunnar á ÍBV

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.