Handbolti

Topp 5 í Seinni bylgjunni: Mestu leiðtogar Olís deildar karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi og Henry fara yfir málin.
Logi og Henry fara yfir málin. vísir/skjáskot
Logi Geirsson var annar spekinga Seinni bylgjunnar í gær en topp fimm listinn var á sínum stað. Logi valdi topp fimm mestu leiðtoganna í Olís deild karla.

„Bara svo það sé á hreinu þá þarf leiðtogi ekki að vera fyrirliði. Það er alls ekki það sama að vera fyrirliði og vera svo leiðtogi,“ sagði Logi þegar hann kynnti listann til leiks.

Logi hafði spilað með öllum fimm leikmönnum listans en í fyrsta sætinu var Vignir Svavarsson. Logi lék með Vigni í landsliðinu.

„Hann er með einn kost sem ég hef litið upp til. Hann getur spilað illa en samt drifið aðra áfram. Það finnst mér vera hinn frábæri leiðtogi. Hann getur ekki náð sínu besta en kemur til þín og peppar þig,“ sagði Logi um Vigni.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en Logi fór ítarlega yfir hvern og einn sem hann valdi á topp fimm listann.

Klippa: Topp 5 í Seinni bylgjunni: Mestu leiðtogar Olís deildar karlaTengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.