Handbolti

Seinni bylgjan: Af hverju er Einar Andri að hætta með Aftureldingarliðið?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Andri Einarsson að stjórna skiptingum á bekk Aftureldingar.
Einar Andri Einarsson að stjórna skiptingum á bekk Aftureldingar. Vísir/Bára

Einar Andri Einarsson hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil með lið Aftureldingar í Olís deild karla í handbolta og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þessa ákvörðun Einars Andra.

Einar Andri Einarsson hefur þjálfað Aftureldingu frá árinu 2014 og liðið er í öðru sæti deildarinnar eftir flotta byrjun á leiktíðinni.

„Af hverju er Einar Andri að hætta? Það hefur aldrei gengið betur en núna og allt er í blóma. Af hverju telur hann að hans tími sé á enda núna,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar.

„Ég held að hann hafi komið inn á það sjálfur í viðtalinu. Hann er búinn að vera lengi með liðið og síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið hvað varðar árangur liðsins. Þeir eru spútniklið í ár og þetta hefur verið framar vonum hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.

„Ég held að þetta sé góður tímapunktur fyrir hann til að ná að klára þetta með reisn og að strákarnir muni síðan fylkja sér á bak við hann,“ sagði Guðlaugur.

Hér fyrir neðan má sjá umræðu Seinni bylgjunnar um ákvörðun Einars Andra.


Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um ákvörðun Einars Andra að hætta með AftureldingarliðiðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.