Handbolti

Seinni bylgjan: Lands­liðs­um­ræða í Loka­skotinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir fara yfir stöðuna.
Spekingarnir fara yfir stöðuna. vísir/skjáskot

Það var landsliðsþema í Lokaskotinu í gær er Henry Birgir Gunnarsson, Logi Geirsson og Guðlaugur Arnarson fóru yfir stöðuna.

Fyrra umræðuefnið var hvort að Janus Daði Smárason ætti að fá sæti í hópnum og þar að auki hversu stórt hlutverk hann ætti að spila.

Selfyssingurinn knái hefur farið á kostum helgi eftir helgi í danska handboltanum sem og Meistaradeildinni. Hann hefur spilað vel í leikjum gegn PSG, Barcelona og fleiri stórliðum.

Síðari umræðupunkturinn var svo hvaða tvo markmenn Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, ætti að taka með.

Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið í síðustu landsliðshópum en hann hefur að undanförnu leikið gífurlega vel með Skjern í Danmörku.

Hann er til að mynda langt fyrir ofan Viktor Gísla Hallgrímsson á tölfræðilista dönsku deildarinnar en Viktor leikur einnig í Danmörku og hefur verið í síðustu landsliðshópum.

Alla þessa fróðlegu umræðu má sjá hér að neðan.


Klippa: Seinni bylgjan: Landsliðsumræða í Lokaskotinu


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.