Lífið

Há­tíðar­kalkúna­bringa með öllu til­heyrandi að hætti Jóhanns dans­dómara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður.
Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður.

Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi.Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni.

Kalkúnabringa að hætti Jóa

Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu.

 • 6 L vatn
 • 1 pk Maldon salt (250 g )
 • 3 msk svört piparkorn
 • 1 búnt rósmarín
 • 1 búnt steinselja
 • 6 lárviðarlauf
 • 1 pk sellerí
 • 1 búnt tímían
 • 1 kanilstöng
 • 6 neglunaglar
 • 2 msk einiber
 • 6 anísstjörnur
 • 2 msk ljós sinnepsfræ
 • 150 g flórsykur
 • 2 laukar (skornir í fjóra bita)
 • 1 góð engiferrót skorin í teninga
 • 2 appelsínur (skornar í fjóra bita)
 • 4 msk hlynsíróp
 • 4 msk fljótandi hunang  Aðferð:
 1. Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni.
 2. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið.
 3. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn.
 4. Geymið á köldum stað í 2-3 daga.
 5. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður.
 6. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.  Gljáinn
 • 75 g smjör
 • 3 msk hlynsíróp  Aðferð:
 1. Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni.
 2. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.  Kalkúnafylling
 • 2 pk heslihnetur
 • 2 pk pekanhnetur
 • 1 pk kasjúhnetur
 • 1 pk valhnetur
 • ½ poki sveskjur
 • ½ poki þurrkuð epli
 • ½ poki þurrkaðar aprikósur
 • 500 ml rjómi  Aðferð:
 1. Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót.
 2. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.  Sætar kartöflur með kornflexmulningi
 • 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn)
 • 1 bolli púðursykur
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • ¼ tsk salt
 • 3 egg
 • 1 ½ tsk vanilludropar
 • ½ bolli smjör  Kornflex mulningur
 • 3 msk smjör
 • ¼ bolli púðursykur
 • 1 ½ bolli kornflex  Aðferð:
 1. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót.
 2. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á.
 3. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur.
 4. Berið strax fram.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.