Handbolti

Jónatan: Annað hvort var dómgæslan hræðileg eða leikmennirnir algjörir aular

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Jónatan segist ekki hafa orðið vitni að öðrum eins leik
Jónatan segist ekki hafa orðið vitni að öðrum eins leik
„Við byrjuðum leikinn vel og litum vel út“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, eftir sex marka tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. KA byrjaði leikinn betur og leiddi lengst af í fyrri hálfleik.

„Svo lendum við í vandræðum með sóknina, það var nátturlega erfitt, fyrir bæði lið, að spila aldrei með full mannað lið inná vellinum. Við náðum allavega ekki að höndla nógu vel línuna sem dómarar settu í dag“ sagði Jónatan 

„Línan var mjög soft eða leikmennirnir rosalega lélegir í að aðlagst þessari línu. Ég er bara pínu orðlaus akkurat núna“ sagði Jónatan, algjörlega orðlaus eftir frammistöðu dómara í þessum leik

„Varðandi okkar leik þá er ég svekktur að við náðum ekki að nýta tækifærið í að taka allavega stig, við lögðum mikið í leikinn og það var smá móment fyrir okkur að taka eitthvað út úr þessum leik. Enn okkur gekk bara mjög illa að aðlagast þessari línu dómara“

Jónatan segist ekki hafa séð annað eins og segist þurfa að skoða þetta aftur áður en hann komi með frekari sleggjudóma. Leikurinn vissulega litaðist mjög af þessum tíðu brottvísunum og ótrúlegu dómum dómaraparsins sem átti ekki sinn besta dag á flautunni

„Ég þarf bara að horfa á þetta aftur áður en ég kem með einhverja bombu, en ég bara man ekki eftir öðru eins. Annað hvort var dómgæslan hræðileg, eins og ég upplifi þetta á báða bóga, eða þá að leikmennirnir voru algjörir aular“ 

„Ég veit ekki hvað það voru margir skrítnir dómar, mér fannst bara engin lína, en ég þarf bara að sjá þetta aftur“

Jónatan segist ekki vilja draga sitt lið niður þrátt fyrir virkilega slakan kafla í fyrri hálfleik, hann segir það skiljanlegt undir þessum kringumstæðum

„Á tímabili lítum við illa út, lína í hraðaupphlaupi, klúðra vítum og dauðafærum. Við litum illa út á tímabili en í staðinn fyrir að tala um frammistöðuna hjá mínum leikmönnum þá held ég bara að það hafi verið erfitt að halda haus í þessum kringumstæðum og Haukunum gekk bara betur þar.“ sagði Jónatan að lokum 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×