Körfubolti

Lakers vann tíunda leikinn í röð og Doncic fór enn og aftur á kostum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron og félagar í Los Angeles Lakers eru með besta árangurinn það sem af er tímabili í NBA-deildinni.
LeBron og félagar í Los Angeles Lakers eru með besta árangurinn það sem af er tímabili í NBA-deildinni. vísir/getty
Los Angeles Lakers vann sinn tíunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 125-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann síðast tíu leiki í röð í desember 2009.Lakers jafnaði þarna bestu byrjun sína eftir 19 leiki á tímabili. Liðið er á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og tvö töp.Anthony Davis skoraði 26 stig og tók 13 fráköst og LeBron James var með 23 stig og ellefu stoðsendingar.Tólf aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.Luka Doncic fór enn einu sinni á kostum þegar Dallas Mavericks lagði Phoenix Suns, 113-120, að velli.Slóveninn skoraði 42 stig, tók níu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Hann hefur aldrei skorað fleiri stig í leik í NBA. Doncic er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar og aðeins LeBron hefur gefið fleiri stoðsendingar.Í nóvember var Doncic með 32,4 stig, 10,3 stig og 10,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðeins tveir aðrir leikmenn, Oscar Robertsson og Russell Westbrook, hafa afrekað það að vera með þrefalda tvennu og yfir 30 stig að meðaltali í leik í einum mánuði í sögu NBA.Milwaukee Bucks sigraði Cleveland Cavaliers, 110-119. Milwaukee hefur unnið tíu leiki í röð.Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók tólf fráköst fyrir Milwaukee sem er á toppnum í Austurdeildinni með 16 sigra og þrjú töp.Meistarar Toronto Raptors halda áfram að gera góða hluti en í nótt unnu þeir Orlando Magic, 83-90. Þetta var sjötti sigur Toronto í röð. Norman Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet 22.Úrslitin í nótt:

LA Lakers 125-103 Washington

Phoenix 113-120 Dallas

Cleveland 110-119 Milwaukee

Orlando 83-90 Toronto

Brooklyn 112-107 Boston

Detroit 107-110 Charlotte

NY Knicks 95-101 Philadelphia

Miami 122-105 Golden State

Indiana 105-104 Atlanta

Oklahoma 109-104 New Orleans

Memphis 94-103 Utah

San Antonio 107-97 LA Clippers

Portland 107-103 Chicago

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.