Körfubolti

Milka í eins leiks bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milka hefur reynst Keflavík mikill happafengur.
Milka hefur reynst Keflavík mikill happafengur. vísir/daníel
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Dominykas Milka, stiga- og frákastahæsti leikmaður Domino's deildar karla, verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar eftir leik Keflavíkur og KR á föstudaginn. KR-ingar unnu leikinn, 66-67.Milka var ekki sáttur með dómgæsluna og eftir leik lét hann Davíð Kristján Hreiðarsson heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Eina sem Milka hafði upp úr krafsinu var brottrekstrarvilla og núna eins leiks bann.

Klippa: Milka rekinn út úr húsi


Greinargerð barst frá Keflavík og hún var tekin til skoðunar áður en málið var tekið til úrskurðar.Milka missir af leik Keflavíkur og Hauka á Ásvöllum á föstudaginn.Í vetur er Milka með 24,3 stig, 12,3 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið einn besti, ef ekki besti, leikmaður Domino's deildarinnar það sem af er tímabili.Keflavík er með tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.