Erlent

Fimm létust í sprengingu í flug­elda­verk­smiðju á Sikil­ey

Atli Ísleifsson skrifar
Verksmiðjan er staðsett í Barcellona Pozzo di Gotto á Sikiley.
Verksmiðjan er staðsett í Barcellona Pozzo di Gotto á Sikiley. AP

Fimm eru látnir og tveir alvarlega slasaðir eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju á ítölsku eyjunni Sikiley í gærdag. Sprengingin varð í verksmiðju sem er í bænum Barcellona Pozzo di Gotto.

Talsmaður slökkviliðs segir að 71 árs gömul eiginkona eiganda verksmiðjunnar sé í hópi látinna. Þá sé sonur eigandans í hópi slasaðra.

Lögregla telur líklegast að sprengingin hafi orðið fyrir mistök eftir að starfsmenn notuðust við logsuðutæki í verksmiðjunni.

AP segir frá því að öryggi í flugeldaverksmiðjum hafi lengi verið til umræðu á Ítalíu, en slíkar verksmiðjur eru oft smærri, fjölskyldurekin fyrirtæki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.