Erlent

Fimm létust í sprengingu í flug­elda­verk­smiðju á Sikil­ey

Atli Ísleifsson skrifar
Verksmiðjan er staðsett í Barcellona Pozzo di Gotto á Sikiley.
Verksmiðjan er staðsett í Barcellona Pozzo di Gotto á Sikiley. AP
Fimm eru látnir og tveir alvarlega slasaðir eftir að sprenging varð í flugeldaverksmiðju á ítölsku eyjunni Sikiley í gærdag. Sprengingin varð í verksmiðju sem er í bænum Barcellona Pozzo di Gotto.

Talsmaður slökkviliðs segir að 71 árs gömul eiginkona eiganda verksmiðjunnar sé í hópi látinna. Þá sé sonur eigandans í hópi slasaðra.

Lögregla telur líklegast að sprengingin hafi orðið fyrir mistök eftir að starfsmenn notuðust við logsuðutæki í verksmiðjunni.

AP segir frá því að öryggi í flugeldaverksmiðjum hafi lengi verið til umræðu á Ítalíu, en slíkar verksmiðjur eru oft smærri, fjölskyldurekin fyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×