Styðjum afreksíþróttafólkið okkar innan sem utan vallar Sif Atladóttir skrifar 21. nóvember 2019 16:34 Við Íslendingar erum líklega sú íþróttaþjóð sem mest er rætt um í heiminum. Fólk veltir regluglega fyrir sér: Afhverju á Ísland svona mikið af íþróttafólki, í öllum íþróttum? Þetta hafið þið eflaust heyrt oftar en ekki þegar það eru stórmót, keppnir eða jafnvel bara þegar einhver erlendur einstaklingur ræðir við ykkur um Ísland. Við eigum alveg ótrúlegt íþróttafólk og við Íslendingar erum stolt af því. Þegar við sitjum við sjónvarpið eða í stúkunni og hvetjum þau áfram, í bláa litnum okkar sem einkennir okkur íslendingana, þá er eins og við erum sjálf að keppa. Spennan, adrenalínið, gleðin, svekkelsið, reiðin, þetta er allt hlutir sem við upplifum með íþróttafólkinu okkar. Svo þegar öllu er lokið þá slökkvum við á sjónvarpinu, eða röltum heim og ræðum hvernig leikurinn eða mótið gekk og förum heim í annað hvort sæluvímu, svekkt eða alveg sama um hvernig okkar lið stóð sig.Eftir sitjum við íþróttafólkið og aftengjum okkur ekki frá leiknum eða mótinu. Hvert einasta augnablik er skoðað í þaula, til þess að gera betur á morgun. Endurheimt bíður strax eftir leik. Ræktin bíður daginn eftir, oftast snemma um morguninn þar sem vinna eða skóli stoppar ekki þegar við erum að keppa. Eftir vinnu eða skóla er æfing þar sem við greinum hvað er hægt að bæta fyrir næsta leik eða keppni. Við komum heim, borðum og förum að sofa snemma því næsti dagur bíður. Að vera afreksíþróttamaður er að vera 100% í vinnu 24/7 allt árið. Allt snýst um að verða betri í sinni grein. Flest afreksfólk er einnig í skóla eða vinnu til þess að eiga möguleika á að stunda sína íþrótt og mögulega ná að vera fulltrúi Íslands úti í hinum stóra heimi. Sjáið fyrirmyndirnar sem við eigum í afreksfólkinu okkar. Gildi eins og: þrautseigja, auðmýkt, heilindi, samúð, hugrekki, samvinna, gleði og að elska það sem þú gerir og gerðu það bara, er það sem íþróttirnar kenna okkur. Horfum á gildin sem afreksíþróttafólkið kennir börnunum okkar og metum það betur. Styðjum afreksfólkið okkar, innan sem utan vallar.Eins og Andri Stefánsson afreksstjóri ÍSÍ sagði: Þið munuð fá svo ótrúlega mikið til baka.Höfundur er landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum líklega sú íþróttaþjóð sem mest er rætt um í heiminum. Fólk veltir regluglega fyrir sér: Afhverju á Ísland svona mikið af íþróttafólki, í öllum íþróttum? Þetta hafið þið eflaust heyrt oftar en ekki þegar það eru stórmót, keppnir eða jafnvel bara þegar einhver erlendur einstaklingur ræðir við ykkur um Ísland. Við eigum alveg ótrúlegt íþróttafólk og við Íslendingar erum stolt af því. Þegar við sitjum við sjónvarpið eða í stúkunni og hvetjum þau áfram, í bláa litnum okkar sem einkennir okkur íslendingana, þá er eins og við erum sjálf að keppa. Spennan, adrenalínið, gleðin, svekkelsið, reiðin, þetta er allt hlutir sem við upplifum með íþróttafólkinu okkar. Svo þegar öllu er lokið þá slökkvum við á sjónvarpinu, eða röltum heim og ræðum hvernig leikurinn eða mótið gekk og förum heim í annað hvort sæluvímu, svekkt eða alveg sama um hvernig okkar lið stóð sig.Eftir sitjum við íþróttafólkið og aftengjum okkur ekki frá leiknum eða mótinu. Hvert einasta augnablik er skoðað í þaula, til þess að gera betur á morgun. Endurheimt bíður strax eftir leik. Ræktin bíður daginn eftir, oftast snemma um morguninn þar sem vinna eða skóli stoppar ekki þegar við erum að keppa. Eftir vinnu eða skóla er æfing þar sem við greinum hvað er hægt að bæta fyrir næsta leik eða keppni. Við komum heim, borðum og förum að sofa snemma því næsti dagur bíður. Að vera afreksíþróttamaður er að vera 100% í vinnu 24/7 allt árið. Allt snýst um að verða betri í sinni grein. Flest afreksfólk er einnig í skóla eða vinnu til þess að eiga möguleika á að stunda sína íþrótt og mögulega ná að vera fulltrúi Íslands úti í hinum stóra heimi. Sjáið fyrirmyndirnar sem við eigum í afreksfólkinu okkar. Gildi eins og: þrautseigja, auðmýkt, heilindi, samúð, hugrekki, samvinna, gleði og að elska það sem þú gerir og gerðu það bara, er það sem íþróttirnar kenna okkur. Horfum á gildin sem afreksíþróttafólkið kennir börnunum okkar og metum það betur. Styðjum afreksfólkið okkar, innan sem utan vallar.Eins og Andri Stefánsson afreksstjóri ÍSÍ sagði: Þið munuð fá svo ótrúlega mikið til baka.Höfundur er landsliðskona í knattspyrnu.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30
Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00
Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar