Aflið fær átján milljónir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:08 Verkefnisstjóri Aflsins segir samningur við ríkið sé árlegur bardagi. Án aðkomu ríkisins sé ljóst að ekki sé hægt að halda úti starfseminni. Stjórnarráðið „Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“ Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
„Án aðkomu ríkisins gætum við ekki haldið úti starfseminni,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir, verkefnisstjóri Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, á Akureyri um átján milljóna króna framlag sem samtökin hljóta til að standa straum af starfseminni. Um helgina undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Sigubjörg samning sem byggir á samþykkt fjárlaganefndar Alþingis og gildir til 31. desember á næsta ári. „Þessi samningur gerir okkur kleift að halda úti þeirri grunnþjónustu sem við höfum veirð að bjóða uppá, sem eru einstaklingsviðtölin og sjálfshjálparhópar,“ segir Sigurbjörg. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstöðu til að tryggja brotaþolum á Norðurlandi þjónustu. Sigurbjörg segir að allar götur síðan hafi farið mikil vinna og orka í að reyna að tryggja starfseminni rekstrargrundvöll. „Þetta er í rauninni búinn að vera árlegur bardagi. Á hverju ári höfum við þurft að sækjast eftir þessum samningi. Við höfum reynt síðustu árin að komast á föst fjárlög en það hefur ekki gengið eftir. Við höfum verið að fá í gegnum fjárlaganefndina þessa árssamninga sem samt eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, náttúrulega, en við erum að gera okkur vonir um að á næsta ári, jafnvel, komumst við á föst fjárlög og tryggjum þannig áframhaldandi uppbyggingu.“ Aðspurð hvort það sé nauðsynlegt til geta öðlast framtíðarsýn og stöðuleika fyrir samtökin svarar Sigurbjörg játandi. „Það er algjörlega það sem okkur finnst vanta. Á hverju ári – alveg þangað til núna – vitum við ekki hvort við náum að reka samtökin á næsta ári. Það fer augljóslega mjög mikil vinna í þetta og orka. Draumsýnin okkar er að geta verið á föstum fjárlögum og geta þannig unnið að framtíðarverkefnum og uppbyggingu, enn frekar.“ Sigurbjörg segir að stærstur hluti skjólstæðinga Aflsins sé frá Akureyri en starfsfólk Aflsins þjónustar einnig fólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Húsavík og frá nærliggjandi bæjum á Norðurlandi. „Enda erum við einu svona samtökin á landsbyggðinni, þannig að við náum til margra og í ljósi þess þyrfti enn frekar að reyna að tryggja starfseminni öruggan rekstrargrundvöll.“
Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Óttast að Aflið gleymist í asa við fjárlagagerðina Verkefnastjóri Aflsins á Akureyri óttast að samtökin gleymist við gerð fjárlaga. Samtökunum hefur á síðustu tvennum fjárlögum verið bjargað fyrir horn í lok fjárlagagerðar. 9. desember 2017 06:00