Innlent

Ívar til starfa á Bahama­eyjum vegna felli­bylsins Dorian

Atli Ísleifsson skrifar
Ívar Schram að störfum í Síerra Leóne.
Ívar Schram að störfum í Síerra Leóne. Rauði krossinn
Ívar Schram, sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi, hélt í dag til hjálparstarfa sem sendifulltrúi á Bahamaeyjum í kjölfar fellibylsins Dorian sem gekk fyrir eyjarnar í byrjun september og olli þar gríðarlegri eyðileggingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum á Íslandi. Þar segir að í kjölfar hamfarana hafi Rauði krossinn gefið út neyðarbeiðni upp á 17,3 milljónir svissneskra franka til að aðstoða sjö þúsund  fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á fyllibylnum.

„Helstu verkefni Rauða krossins er að aðstoða þolendur með því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, vernd, tryggja matvælaöryggi og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna.

Ívar kemur til með aðstoða Rauða krossinn á Bahamas í að tryggja að hjálparstarf Rauða krossins sé í samræmi við þarfir þolenda og að það sé tryggt að þolendur og viðtakendur hjálpargagna og hjálparstarfsins séu hafðir með í ráðum þegar kemur að dreifingu hjálpargagna, aðgengi að þjónustu og í uppbyggingu í kjölfar hamfaranna.

Ívar hefur starfað með Rauða krossinum í tæpan áratug. Fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem starfsmaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og síðustu ár sem sérfræðingur í neyðarvörnum og alþjóðlegu hjálparstarfi. Ívar er jafnframt viðurkenndur leiðbeinandi í samfélagslegri nálgun og áreiðanleika sem verður jafnframt meginverkefni hans á Bahamas. Fyrr í vikunni lauk Ívar við tveggja daga námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi sem sinnir verkefnum í þágu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd,“ segir í tilkynningunni, en áætlað er að Ívar sinni sendifulltrúastörfum í einn mánuð á Bahamaeyjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.